Stefán Sturla Sigurjónsson

27 ágúst 2010

Leikárið að byrja.

Í gær var kynning á leikári Wasa Teater. Þar er ýmislegt spennandi og hitt líka. Fyrsta frumsýning haustsins er verk eftir finnska verðlauna rithöfundinn Sofi Oksanen. Hún skrifaði verkið "Hreinsun" fyrst sem leikrit og síðan bókina, sem Siggi Karlsson er búinn að þýða úr finnsku og verður gefin út á Íslandi í haust. Bókin hlaut bókmenntaverlaun Norðurlandaráðs í vor og hefur unnið flest verðlaun sem rithöfundur getur unnið til... nema Nóbelinn... enþá. Þetta er kolsvartur drami sem gerist í Eistlandi á stríðsárunum og fram á sjöunda áratuginn. Verkið spannar alla þætti mannlegrar hegðunnar. Persónurnar er óútreiknanlegar, sársaukinn, ástin, hatrið og ofbeldið kalla fram hegðanir sem eru manneskjunni oftast fjarstæðukennadar. Leikstjóri verksins, Peter Snickars hefur unnið nýja leikgerð fyrir uppsetninguna. Segist hafa náð í efni úr bókinni sem höfundur var ekki með í frumgerð leikritsins. Það verður spennadi að sjá þessa uppsetningu. Og kannski seinna sjá Íslendingar þetta verk á fjölum Þjóðleikhússins sem hefur tryggt sér réttin á því.
Önnur frumsýning haustsins er söngleikurinn hressilegi "The full monty".
Síðan verða leikhússtjóraskipti um áramótin og nýji leikhússtjórinn, Ann-Luise Bertell byrjar ferilinn á að sýna nýtt verk eftir sig sjálfa, sem heitir Ängland. Því miður lovar það sem sýnd var úr verkinu... ekki góðu.
Það verða 8 frumsýningar þetta leikárið í Wasa teater... fjórar fyrir áramót og fjórar eftir áramót, ekki samdráttur á þeim bænum. Já og tvær gestasýningar. Það verður því spennadi leikhúsár í Vasa því í finnskumælandi borgarleikhúsinu verða 16 sýningar í vetur.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim