Væri gaman að því
Sumarið heldur áfram með (óbærilegum)hita. Úff sl. daga er búið að vera um 30° hiti og á mæli hjá okkur farið í um 40° hestarnir eru náttúrulega inni á daginn í svona heiðskýru veðri og sterkri sól. Maður sér strax einkenni sólbruna ef þeir eru úti þegar sólin er sterkust. Tenór, klárinn sem ég er með í þjálfun, er dökkjarpu og það nánast sýður á honum í þessum hita. Svo þeir eru inni á daginn og viftan á fullu, þar er svalara og ekki eins brennandi heitt. Og ég get sagt ykkur... þeir eru ekkert æsir út á kvöldin.
Fyrir viku síðan var það litla sem ég heyja, nánast þurt og tilbúið í bindingu... þegar byrjaði að rigna. Á morgun, sunnudag, vona ég að ég ná því upp, en nú er þetta bara þriðjaflokks hey. Þetta hey skiptir ekki sköpum, bara baggar af einum hektara. Kaupi úrvals hey frá vini mínum í Björkö. Það er bara gaman að heyja svolítið sjálfur... SJÁLFUR... hehehehe allt aðkeypt vinna... bara tína inn baggana, voða mikið sjálfur. En stússast í heyinu, lyktin og bara allt, er soddan æði... Ætlaði alltaf að verða bóndi... Loksins, loksins... en bara kotbóndi... hehehehe. Hef látið mér detta í hug að heya þenna bleðil í framtíðinni upp á nýgamlamóðinn... verða mér úti um gamlar græur fyrir hest, sláttuvél, heytætara og rakstravél... væri gaman að því.
Fyrir viku síðan var það litla sem ég heyja, nánast þurt og tilbúið í bindingu... þegar byrjaði að rigna. Á morgun, sunnudag, vona ég að ég ná því upp, en nú er þetta bara þriðjaflokks hey. Þetta hey skiptir ekki sköpum, bara baggar af einum hektara. Kaupi úrvals hey frá vini mínum í Björkö. Það er bara gaman að heyja svolítið sjálfur... SJÁLFUR... hehehehe allt aðkeypt vinna... bara tína inn baggana, voða mikið sjálfur. En stússast í heyinu, lyktin og bara allt, er soddan æði... Ætlaði alltaf að verða bóndi... Loksins, loksins... en bara kotbóndi... hehehehe. Hef látið mér detta í hug að heya þenna bleðil í framtíðinni upp á nýgamlamóðinn... verða mér úti um gamlar græur fyrir hest, sláttuvél, heytætara og rakstravél... væri gaman að því.
3 Ummæli:
Þann 1:05 f.h. , Nafnlaus sagði...
Pabbi minn bóndinn :)
knús
Sandra
Þann 1:00 e.h. , Unknown sagði...
Sæll kæri vin
Varð hugsað til þín þegar ég sá frétt á Mbl. um að fólk væri að hrynja niður í sumarhitunum í Finnlandi. Ég sé á blogginu að þú hefur lifað þetta af. Hjúkk! það var nú gott. Kveðja Jakob Þór
Þann 2:59 e.h. , Stefán Sturla Sigurjónsson sagði...
Hitinn hefur hrjáð mig... og sparað ferðir til sólarlandanna í suðri. Ég lifi af. Hef loftkælingu í húsinu svo ég get komið hitanum niður undir "Los klakos" hitastig... inni. Þetta hefur farið verst með gamla, feita og hjartveika skokkara...
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim