Samstarf er alltaf lykillinn.
Evrópusambandið... af hverju eru svo margir íslendingar á móti því? Undarlegt þegar maður horfir til staðreinda. Íslendingar hafa undirgengist allar reglur og tilskipanir frá EB í gegnum EES og schengen samningana, í mörg ár. Evrópusambandið er ekki land sem ætlar að taka yfir Ísland, lög þess og menningu, hvað þá sjálfstæði. Nei. EB er samstarf þjóð í evrópu um velferð, öryggi og styrkingu menningarlegra sérstöðu landanna. Ef Íslendingar hafna því að vera í þessu samstarfi við Evrópuþjóðir, þíðir það auðvitað að Ísland einangrast. Af hverju? Það er ekki sjálfsagður hlutur að það sé hægt að ferðast um evrópu, frjálst, hvenar og hvar sem er og stopp eins lengi og maður vill. Það er heldur ekki sjálfsagt að atvinnumarkaðir í evrópu séu opnir íslendingum, eins og nú er vegna samninga íslendinga við evrópuþjóðir í gegnum EES samninginn við EB. Og það verður ekki svo ef íslendingar vilja ekki samstarf við evrópulöndin í gegnum EB.
Sitt sýnist hverjum.
Fyrir mér er t.d. dæmið um Grikkland skírast um það að löndin sem standa að EB eru fullkomlega sjálfstæð en hafa undirgengist sameginlegar samvinnureglur til að gera líf okkar skemmtilegra og léttara. Danskir stjórnmálamenn hafa sagt um einstaka reglur EB. "Flott... passar fyrir EB, en hentar ekki í Danmörku", og þeir hafa komist upp með það, vegna þess að þetta er samstarf þjóðu um sátt, menningu og sjálfstæði þjóða í evrópu.
Þess vegna segi ég já um samstarf þjóða í evrópu og inngöngu Íslands í það samstarf.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim