Stefán Sturla Sigurjónsson

04 september 2010

Haust og fjör

Helgin komin, og haustið líka. Kólnar hratt núna og í dag laugardaginn 4. sept. kveikti ég í fyrsta sinn upp í arningum til að hita upp í stofunni á þessu hausti. Það er um 12 til15 stiga hiti úti en spáir reindar meiri hita þegar fer að líða á næstu viku.
Á morgun fara Adam og Petra í skólaferðalag til Ammarnes í Svíþjóð. Sem er lítill fallegur fjallabær við norsku landamærin. Þau verða í fimm daga. Á meðan er Anna búin að skipurleggja heilmikla dagskrá fyrir okkur, bíóferð, sund, leikhús og svo náttúrulega að gera eitthvað spennandi... hehehehe. Litla prinsessan kann lagið á pabbsanum sínum. Reyndar átti hún að spila með fótbaltaliðinu í dag í undanúrslitum deildarinnar, en er með slæma hálsbólgu og hósta. Þannig að hún spilar ekkert í dag, því miður. Vona að þetta verði ekki eitthvað langvarandi svo við getum framkvæmt eitthvað af óskalistanum hennar, meðan Adam og Petra eru í Ammarnes.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim