Stóri dagurinn hennar Söndru
Stóra stelpan mín og frumburðurinn Sandra Björg, á afmæli í dag. Ég segi ekki fyrir hvað mörgum árum síðan hún fæddist, það gerir maður ekki þegar fallegar konur eiga afmæli... það segir líka eitthvað til um aldur foreldranna... hehehe. Strax varð hún ákveðin, heiðaleg og afskaplega tillitsöm gagnvart öðrum. Var því valin til forystu í skólanum þegar hún var yngri, já og eldri líka. Þannig að hún hefur alltaf verið mjög virk í félagsmálum. Hún er reyndur fálagsmálamaður sem væntanlega kemur henni vel í starfi, og í lífinu.
Man eftir því einu sinni þegar hún var líklega þriggja ára, í pössun hjá afa litla og ömmu Dóru. Kvöldið kom og hún átti að fara að sofa. Þá settist hún upp í rúminu og neitaði á sinn hóværa en ákveðna hátt; "Sandla ekki sova..." og stóð við það þangað til að þreytan tók yfir og hún seig á hliðina og valt útá koddan steinsofnuð. Ekkert vol eða frekju öskur... man reyndar aldrei eftir að hún hafi verið með frekju eða yfirgang... bara ákveðni.
Elsku Sandra mín, til hamingju með daginn. Við söknum þess að vera ekki hjá þér á deginum þínum.
Man eftir því einu sinni þegar hún var líklega þriggja ára, í pössun hjá afa litla og ömmu Dóru. Kvöldið kom og hún átti að fara að sofa. Þá settist hún upp í rúminu og neitaði á sinn hóværa en ákveðna hátt; "Sandla ekki sova..." og stóð við það þangað til að þreytan tók yfir og hún seig á hliðina og valt útá koddan steinsofnuð. Ekkert vol eða frekju öskur... man reyndar aldrei eftir að hún hafi verið með frekju eða yfirgang... bara ákveðni.
Elsku Sandra mín, til hamingju með daginn. Við söknum þess að vera ekki hjá þér á deginum þínum.
Þinn kæri pabbi.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim