Suður fljúga fuglarnir.
Og nú styttist í að mín kæru Sólveig og Hafþór flytja frá Los Klakos til Los Barcelonos. Ábyggilega mikill spenningur á þeim bænum. 21. september fljúga þau til Hollands og taka þar sendiferðabílinn sem þau eiga þar fullan af dóti og keyra sem leið liggur í gegnum Frakkland til Los Barcelonos. Þar eru tveir sænskir vinir þeirra búnir að finna fjöguraherbergja íbúð sem þau ætla að leigja saman. Íbúðin er í skólhverfinu sem Solla fer í framhaldsnám í hönnun. Spennandi tími framundan hjá Sollu minni og Haffa.
Og við fjölskyldan ætlum að eyða jólunum með þeim á Spáni. Hlakka til... hlakka svo mikið til...
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim