Góðir straumar...
Kæru vinir, vandamenn og þið hin. Ég vil deila með ykkur áfalli sem ég varð fyrir í vikunni. Minn kæri vinur og leikari Borgar Garðarsson fékk heilablæðingu. Sem betur fer væga... sem var litla ljósið fyrir vinn minn Bogga. Hann var nokkra daga á spítaka en er nú kominn heim. Auðvita hafa svona blæðingar afleiðingar. Fyrir Bogga hafði þetta áhrif á talstöðvar heilans. Þannig að hann er svolítið þvoglumæltur. Með tímanum á þetta að lagast. Hvíld og góðir straumar frá vinum og öllum sem hugsa hlýtt til eins besta leikara sem Ísland hefur alið af sér hjálpar. Hann er hress og ætlar að leika Græna landið á vormánuðum. En að sjálfsögðu falla niður sýningar sem áætlaðar voru í október í Svenska teatern í Helsinki. Nú snýst allt um að ná heilsunni og krafti og sjá svo til. Ég bið ykkur að senda Bogga vini mínum hlýjar hugsanir.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim