Stefán Sturla Sigurjónsson

26 september 2010

Söngur og göngur

Í gær laugardagskvöld fórum við Petra á frumsýningu á söngleikinn "Með fullri reisn" eða The full monty í Wasa teater. Það var leikhússtjórinn Seija sem leikstýrði. Kona sem aldrei hafði farið á söngleiki áður en hún varð stjóri í Wasa teater. En núna þremur söngleikjum og jafnmörgum árum seinna leikstýrir hún sínum fyrsta söngleik... með glans. Eins og margir vita fjallar Með fullri reisn, um menn sem eru atvinnulausir og ákveða að stofna stripphóp. Sýna venjulega menn klæða sig úr fötunum, menn sem kunna lítið til verka í þessum show-fræðum... Þetta er fínn söngleikur og einn af þeim sem endar í hápunkti og það finnst mér gott við söngleiki. Flott show og flottir söngvar þótt enginn lög sé neinstaðar á toppi rennur þessi söngleikur bara vel, kraftur og leikgleði ásamt flottri sviðsetningu gerði þetta að góðu kvöldi.
Mánudagurinn verður skemmtilegur hjá mér... göngur. Já hinar árlegu göngur í Valsörarna við göngum allt Stóraskerið, þetta er æði. Fyrst þarf ég að keyra í klukkutíma út í Bjarkareyju, þaðan er svo um 40 mínútna sigling til Valseyjanna. Smölunin tekur um 4 klukkutíma svo þarf að flytja féð um 200 talsins í land á bátum. Bara gaman.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim