Stefán Sturla Sigurjónsson

02 október 2010

SÖNGUR UM LÍFIÐ

Stór dagur hjá henni Söndru minni... Í kvöld frumsýnir hún með hjálp nokkurra Hornfirðinga í Hornfirska skemmtifélaginu, söngshowið SÖNGUR UM LÍFIÐ þar sem flutt verða lög frá ferli Rúnars Júlíussonar. Þetta er níunda haustverkefni Hornfirska skemmtifélagsins á Hótel Höfn og það þriðja sem Sandra Björg er með í en áður hefur félagið sett upp sýningarnar Slappaðu af!, Með allt á heinu, Diskó, Rokk í 50 ár, American Graffiti, Eitís, Bítl og Popp & Kók. Auk þess hefur félagið staðið fyrir blúshátíðinni Norðurljósablús árin 2006, 2007, 2008 og 2009 en árið 2010 sá Sandra um skipulagningu blúshátíðarinnar.
Elsku Sandra mín, þú ert orðin ómissandi í menningarlífi Hornafjarðar... reindar er enginn ómissandi... nema kannski þú... hehehehe! Það er sama hvar þú stígur niður fætu, þá ertu kominn á fullt í menningu og félagsstörf. Flott Sandra mín.
Við erum með þér í anda hverja stund í dag og kvöld. Njóttu þess að vera með flugu í maganum og láttu hana fljúga með krafti í kvöld, poj,poj,poj...:-)

1 Ummæli:

  • Þann 8:09 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Takk elsku pabbi minn. Knús til ykkar allra
    Þín Sandra

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim