Stefán Sturla Sigurjónsson

24 október 2010

Närpes og musical

Flottur dagur í dag. Haustið farið að láta til sín taka. Frost á næturnar og þiðnar ekki í skugga á dagin. Í gær fórum við með mömmu til Närpes. Þar eru um 150 smá hesthús við kirkjuna. Þetta eru hús sem fyrst voru reyst einhvertíman á 1700 öld. Bændur sem sóttu kirkju komu á hestum... allir auðvitað með kerru, þannig komst öll fjölskyldan til kirkju á einum hesti. Hvert hús tekur tvo til fjóra hesta. Þetta er alveg ótrúega sérstakt og flott og er auðvitað minnjaverndað. Við fórum líka til fjölskyldunnar sem kaupir Byr af mömmu. Þar er verið að innrétta útihús sem hesthús. Allt úr timbri og alveg sérlega smekklega gert. Mamma var himinlifandi að sjá hv vel verður búið að Byr. Hestarnir þrír sem eru að koma til Sundom, Byr, Völundur og Sveipur, komu til Norrköping laugardaginn 23. október og koma til Sundom mánudaginn 25. klukkan 11:31... eða um það bil þá... ehehe!
Mamma og Adam enduðu svo dagin í gær, laugardag, með að fara í Wasa teater og sjá "Með fullri reisn" The Full Monty.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim