Stefán Sturla Sigurjónsson

12 október 2010

Frábær fyrirlestur

Mamma lendir í Helsinki klukkan 14:20 þann 13. október. Við krakkarnir förum og sækjum hana á flugvöllinn. Þetta er smá skutl... svona Reykjavík - Húsavík eða ca. sex tímar aðra leiðina. Það er frábært að fá mömmu til okkar. Ferðin til baka er ekki bókuð svo hún stoppar vonandi lengi.
Ég skelti á hana hugmynd um að búa til fyrirlestur fyrir hestaáhugafólk.
Hugmyndafræðina á bakvið Miðsitjuræktunina:
-að rækta íslensk hross... hvað ber að varast og hver er lykillinn að árangri
-að velja ræktunarmeri
-að velja stóðhest
-hvað þarf folald að sýna til að fá séns sem ræktunarmeri eða famtíðar stóðhestur.
Við ætlum að búa til svona fyrirlestur. Þannig að hafir þú eða einhver í kringum þig áhuga á að fá mömmu með svona fyrirlestur sem verður ca. einn klukkutími og síðan sytur hún fyrir svörum... já þá er bara að hafa samband við ræktunarkonuna Sólveigu Stefánsdóttur, eldri... sú yngri er nefnilega í Barcelonu að rækta garðinn sinn.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim