Aldarfjórðungsafmæli
Tuttugu og fimm ár er langur tími. Fjórðungur úr öld. Það er skrítið að eiga stelpu sem er orðin einn fjórði hundrað ára... Það var hins vegar ekki gefið að hún yrði svona gömul. Fædd aðeins tæpar fjórar merkur. Ég hafði heyrt af litlum börnum sem gátu sofið í skókassa... hún Sólveig mín gat sofið þversum í skókassa og látið fara vel um sig. Foreldrarnir voru hins vegar í þjálfun, stóra systir hennar Sollu var sex merkur. Já við áttum lítil börn. Litlu börnin urðu stór. Solla hefur verið formaður nemendaráðs í Snælandskóla og virk í félagsmálum. Hún er kraftmikil, svolítið bóhem og ákaflega listræn í sér. Hún hefur þann eiginleika að skapa og sjá nýja möguleika. Það er því spennandi að fylgjast með henni og náminu í Bacelóna. Hún er lærður klæðskeri og framhaldsnám í fatahönnun var einhvern vegin sjálfgefið. Ég á glæsilegan frakka sem hún hannaði og saumaði og gaf mér í stórafmælisgjöf.
Elsku Solla mín ég er svo stoltur af þér. Til hamingju með fyrsta aldarfjórðunginn sem var þann 29. október (fyrir þá sem ekki vita), við bijum að heilsa Haffa og bráðum kemur 20. desember. Styttist um einn dag á hverjum degi.
Elsku Solla mín ég er svo stoltur af þér. Til hamingju með fyrsta aldarfjórðunginn sem var þann 29. október (fyrir þá sem ekki vita), við bijum að heilsa Haffa og bráðum kemur 20. desember. Styttist um einn dag á hverjum degi.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim