Stefán Sturla Sigurjónsson

13 nóvember 2010

Nammi og flögur, gos og alles

Í gærkvöldi var DISKO í skólanum hennar Önnu. Auðvitað var hún búin að stefna þangað alla vikun, mátti koma í búningi. Dagurinn var létt strassaður hjá kallinum föður hennar. Mamman í Borgå að til laugardags, Ég vann til fjögur. Þá að sækja Önnu í Eftis (les eftirskólanskólan) svo inn í bæinn aftur og sækja timbur og kerru vera á skeiðvellinum klukkan fimm þar sem ég var að sækja spæni. Komast heim og mála Önnu og hjálpa til með búning fyrir DISKOið sem byrjaði kl 18. Komast aftur inn í bæinn til að skila kerrunni fyrir klukkan 19 og sækja Adam, sem var hjá Danna vini sínum. Púff þetta hafðist allt með léttu stressi... En Anna skemmti sér vel á DISKOinu sem stóð til kl 20. Gullinstjarnan mín vann verðlaunin fyrir besta búning og förðun. Kom heim rétt í tæka tíð til að sjá IDOL sem byrjaði kl 21. Vorum með nammi og flögur, gos og alles, en gullinstjarnan steinsofnað löngu áður en IDOLinu lauk.

2 Ummæli:

  • Þann 2:03 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Hljómar alveg stórskemmtilegt :)
    Þú mátt vera duglegri við að setja inn myndir, ekkert nýtt frá því í sumar :)
    Knús frá stærstu dótturinni
    Sandra

     
  • Þann 12:49 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    haha snilld! já létt stress heyri ég :)) Það er ágætt að hrista aðeins upp í manni haha!

    Væri gaman að sjá myndir af prinsessu nr.I haha :) já og prinsinum eina og sanna haha.

    Ji dúddamía, það er rétt rúmur mánuður í komu, helgarnar/vikurnar fljúga hérna. Alltaf líka eh um að vera hér og orðinn þéttur samheldinn lítill hópur, sem er frábært :)

    knúsar til allra sætra og yndislegra :**
    Solla

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim