Mergjuð saga og skemmtileg
Úlalalaaa... það er fjör á bænum núna. 15 cm jafnfallinn snjór í morgun þegar við vöknuðum. Það urðu fagnaðaróp hjá yngri kynslóðinni. Hiti um frostmark svo það er fljúgandi hálka og stórhættuleg færð.
Í fyrramálið fer Petra til Borgå í vinnuferð og kemur ekki heim fyrr en á sunnudag.
Ég að gera umsóknir í Svenska kulturfonten sem þurfa að vera tilbúnar fyrir mánaðarlok. Var í gær með þrjár leiklestraruppákomur í bókasafninu í Krossanesi (Korsnäs). Þar flutti ég Bláhnöttinn fyrir grunnskólabörn. Það var fjör, þetta er svo mergjuð saga og skemmtileg.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim