Stefán Sturla Sigurjónsson

18 nóvember 2010

Þetta æðislega flug.

Sl. tvo dag er ég búinn að vera að vinna heima. Þar er af nógu að taka. Enþá að dunda á klósettinu. Langir dagar þar... hehehehehe. Svo að klára að járna gæðingana á vetrarskeifur, því hér er snór og frost. Þannig að það er stórhættulegt að hafa klárana á sléttum. Já, já og það fer tími í fimm hesta á húsi... Þetta er algert æði. Skila þremur af mér efitr viku. Þá fara þeir heim til Närpes.
Erum að byrja að undirbúa revíuna eftir áramót. Er búinn að lofa að hjálpa til, svona svipað og í fyrra. Við Lassi Hjelt verðum saman í að leiða hópinn. Ekki stöðug leikstjórn heldur komum og stillum strengina eftir þörfum.
Svo á Adam Thor afmæli á morgun 19. október, ellefu ára... táningur á næsta ári... úlalala... tíminn flýgur... og það er alveg æðislegt flug.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim