19.11.1999 sérstakur dagur...
Prinsinn minn varð 11 ára í dag. Þetta hafa bara verið indisleg ellefu ár með honum. Áhuginn á lífinu og öllu í kringum sig, einkennir Adam. Hann hefur stórt og gott hjarta sem nær til allra. Þess vegna var hann valinn besti vinurinn af bekknum sínum sl. vor. Sumir af hans bestu vinum segjast ekki skilja af hverju hann sé svona vinsæll og allar stelpurna séu skotnar í honum, en ekki þeim. Adam segir að það sæe stundum of mikið.. td. þegar þær elta hann til að fá að strjúka hann um vangann... hann sé með svo slétta og mjúka húð. En þannig er sálin líka... þess vegna er hann svona vinsæll. Einlægni og góðmennska er það sem gildir í lífinu. Þannig hef ég reint að leiða börnin mín áfram. Og það hefur sínt sig að með þetta að leiðarljósi líður manni vel og nær langt.
Elsku besti prinsinn minn, til hamingju með að byrja annan tugin í lífinu.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim