Vilji er allt sem þarf...
Í dag, laugardag, opnaði skíðasvæðið í Öjberget. Þetta er náttúrulega draumur í dós. 800 metrar í skíðasvæðið, hesthúsið og stóra nýja gerðið 50 metrar frá útihurðinni. Við vorum að sjálfsögðu mætt og skíðuðum í tvotíma í hinu hrikalega 50 metra háa fjalli... en eins og sumir vita þíðir sænska orðið "berg" fjall. Svo voru það hestarnir og síðan afmælisveisla. Gengur hægt að klára að flísaleggja sturtuklefann niðri. Mottóið í dag er "klárast þegar tími er til, þetta fer örugglega ekki frá þér", finnst þetta gott mottó.
Er núna að lesa nýskrifað leikrit sem ég var beðinn um að skoða hvort mér findist áhugavert til að leikstýra haustið 2012. Er búinn að segja já við að leikstýra tveimur leikritum, annað haustið 2011 og hitt 2012. Þarf að funda um þetta nýja verk með höfundinum sem hefur skrifað mikið fyrir áhugamannaleikfélög. Því miður skrifar hann þetta nýja leikrit þannig að persónur eru einfaldar og þær segja frá hvað var að gerast frekar en að sýna það... En megin fléttan, hugmyndin, er góð. Þarf bara að vinna miklu betur í leikritinu. Það er spurning hvort það sé vilji til þess.
En eftir áramót til vors er algerlega óráðið hjá mér... skoða allt, ef þú veist um eitthvað:-)
Er núna að lesa nýskrifað leikrit sem ég var beðinn um að skoða hvort mér findist áhugavert til að leikstýra haustið 2012. Er búinn að segja já við að leikstýra tveimur leikritum, annað haustið 2011 og hitt 2012. Þarf að funda um þetta nýja verk með höfundinum sem hefur skrifað mikið fyrir áhugamannaleikfélög. Því miður skrifar hann þetta nýja leikrit þannig að persónur eru einfaldar og þær segja frá hvað var að gerast frekar en að sýna það... En megin fléttan, hugmyndin, er góð. Þarf bara að vinna miklu betur í leikritinu. Það er spurning hvort það sé vilji til þess.
En eftir áramót til vors er algerlega óráðið hjá mér... skoða allt, ef þú veist um eitthvað:-)
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim