Þetta vanalega...
Djö... hvað þessi fésbók tekur tímann frá manni! Reyni að vera stutt inn og bara að svara og komast í samband við fólk. En þvílíkt samskiptasull. Já , jæja hvað um það vissi að FB væri svona og hafði þess vegna verið tregur á að skrá mig þangað. Verð samt að viðurkenna að maður er í ótrúlegu sambandi við umheiminn. FB er eins og Gróa gamla, það sem sett er þarna inn fer eins og eldur um heiminn og fréttist. Enda eru markaðsstjórar yfir sig hrifnir af þessari leið í markaðssetningu. Frétti af rithöfundi sem opnaði síðu með væntanlegri bók sinni. Höfundurinn létt alltaf eitthvað spennandi út á netið og pælingar. Áður en bókin var komin í prentsmiðju var búið að selja 500 eintök. Þetta var reindar matreiðslubók... en só?
Annars gengur lífið sinn vana... þú veis... hér í Sundom. Járnaði Sikil í gær. Fór að ráðum mömmu og tók hann rosalega niður á tána að aftan. Hann var orðinn svo hliðstæður hjá Önnu. Fór svo á hann í dag. Allt annar klár. Tölti bara feikna vel og kominn smá vilji. Anna hefur reindar verið að kvarta svolítið undan honum. Hann vill orðið fara hraðar en hún. Þarf aðeins að laga hann til svo hann hlíði henni betur, sérstaklega í beysli.
Annan á afmæli á morgun... úllala og bara 13 stelpur í partí.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim