Gullinstjarnan
Gullinstjarnan mín varð átta ára í gær 5. desember. Við höfum það fyrir venju að halda uppá afmælin. Það komu 13 stelpur í veisluna til Önnu... og það var mikið fjör. Auðvita hlaðið borð af góðgæti sem mamman töfraði fram og síðan leikir. Í lokin kom svo sögumaður og sagði söguna um hana Rauðhettu... á svolítið annan hátt en skvísurnar höfðu áður heyrt hana. Eftir partíið fórum við svo út að borða... önnur venja sem við höfum komið okkur upp... afmælisbarnið fær að velja sér veitingastað... enþá eru það hamborgarastaðir. Á leiðinni þangað datt uppúr afmælisbarninu... "Hvað það er skrítið að vera orðin átta ára, maður finnur það í líkamanum að maður er eldri".
Flott sagt og gildir um alla afmælisdaga.
Flott sagt og gildir um alla afmælisdaga.
Í dag 6. desemer, er svo þjóðhátíðardagur Finna. Við vorum boðin til Önnu Grönblom, leikkonu í mat. Hún bauð uppá æðislega elgsteik og alles. Þannig að um þessa helgi voru tvær stórveislur.
Elsku besta gullinstjarnan mín, þitt ljós er fallegt og megi það skína um mörg ókomin ár... þinn pabbi.
Elsku besta gullinstjarnan mín, þitt ljós er fallegt og megi það skína um mörg ókomin ár... þinn pabbi.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim