Hann pabbi minn
Hann pabbi minn varð 79 ára þann 3. janúar. Einhversstaðar las ég "allir þessir dagar, öll þessi ár... ekki vissi ég að þetta væri lífið". Það var hann pabbi minn sem stuðlaði að því að ég nota ætíð bæði nöfnin mín. Þannig var að þegar ég var knapi kappreiðarhrossa árin fyrir tvítugt var pabbi blaðamaður með hestafréttir sem sérgrein. Hann var reyndar fyrsti penninn sem var fastráðinn á íslenskt dagblað með hestafréttir sem sérgrein. Seinna stofnaði hann ásamt fleirum hestafréttablaðið Eiðfaxa og var fyrsti ritstjóri þess. Hvort það var í Eiðfaxa eða áður man ég ekki... en hann þurfti nokkrum sinnum að segja frá árangri mínum á vellinum. Hann valdi þá að skrifa ávalt Stefán Sturla. Hann sagði mér að nota ætíð bæði nöfnin því þau væru hljómfögur og hefðu fallegan hrynjandi. Pabbi hefur oft áðlagt mér og ef ég hef verið þeirrar gjæfu að fara eftir ráðum hans hefur það alltaf leitt gott af sér.
Kæri pabbi minn, margt á ég þér að þakka, en lífið mest.
Eigðu frábæran dag og hlakka til að fá þig í sumarvinnu.
Kæri pabbi minn, margt á ég þér að þakka, en lífið mest.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim