Stefán Sturla Sigurjónsson

28 desember 2010

Jólin í Barcelóna

Við komum heim frá Barcelóna sl. nótt. Það var indislegt að vera hjá Sollu og Haffa. Þar var um 10 til 14 stiga hiti. Við fórum á fótboltaleik með FCBarcelóna og sáum öll goðin læv. Lentum í mjög sérstakri Tænlenskri messu á jóladag í hinni stórkostlegu kirkju Sagrada familia sem er eitt listaverka Gaudi. Auðvita var rölt á Römblunni, þar sem upptroðarar og listamenn skemmtu vegfarendum. Og svo gengu þau S og H með okkur um gamlabæinn, sem er ótrúlega flottur. Jólin voru, þrátt fyrir allt þetta, afslöppuð og sveim mér ef þetta voru ekki bara ein indislegustu jól sem við höfum upplifað. Að sjálfsögðu var enginn til í að fara heim í frystikistuna í Sundom. Hér er nú um 20 stiga frost og á að verða um 30 á gamlárskvöld. En það er óskaplega fallegt veður þrátt fyrir frostið. Og gott að koma heim þegar Askur, Morris og hestarnir tóku svo vel á móti okkur.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim