Stefán Sturla Sigurjónsson

01 janúar 2011

Indislegt ár að baki

Nýtt ár er gengið í garð. Enginn veit hvað það á eftir að sýna okkur, hvað manneskjan á eftir að upplifa og jörðin að gefa af sér eða taka. Hitt er ljóst hvað liðið er. Árið tuttugutíu var í langflesta staði gott ár fyrir okkur, mig, ástina mína og börnin okkar. Skemmtilg verkefni og góð útkoma þeirra get ég sagt að einkenni alla meðlimi fjölskyldunnar. Sandra Björg er orðin formaður lionsklúbbsins Kolgrímu á Höfn, sló í gegn í söngleik haustsins og vinnur á fullu fyrir háskólasetrið á Höfn. Sólveig jr. útskrifaðist frá Iðnskólanum og er komin til Barcelóna í framhaldsnám í fatahönnun. Áttum indisleg jól með henni og Hafþóri. Adam Thor lék í revyu uppsetningu minni í Sundom í byrjun ársins og stóð sig auðvitað vel. Dansinn og tónlistin, skíðin og fótboltinn áttu hug hans allan á árinu sem var toppað með því að fara á leik með Barcelóna á Kamp Nou. Svo gengur honum svo vel í skólanum. Þá er það gullinstjarnan mín hún Anna Alina. Hún byrjaði að spila fótbolta í vor og varð með liði sínu Sundom UF í öðrusæti félagsliða frá austurbotni í sínum aldursflokki. Sl. tvö ár hefur hún verið í myndlistar- og sköpunarnámi með skólanum. Þannig að allar mjólkurfernur, kassar og pappír, efni og aðrir afgangar verða að listaverkum, húsum eða öðru nytsamlegu í meðferð hennar. Svo byrjaði hún á árinu að fara í langa útreiðartúra á Sikli, hestakona og dýravinur af guðsnáð. Sagði mér í lok ársins að hún ætli að verða dýralæknir.
Ákalla guðina um að árið tuttuguellefu færi börnunum mín hamingju, orku, sköpun og gleði, þá verð ég hamingjusamur.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim