Stefán Sturla Sigurjónsson

27 júní 2010

Þrjátíu ár síðan síðast

Kallinn, kallinn... datt af hestbaki í dag, úff... Var að leggja af stað frá húsinu á Tenór... hesti sem ég er með í endurþjálfun... hesturinn var kominn í stresskeng, hræddur við allt og alla, þegar hann kom. tveir nýbúnir að detta af baki og allt í steik. Búinn að vera með hann í mánuð og allt gengið að óskum. Klárinn farinn að treysta mér fullkomlega, reindar svo að han hefur elt mig eins og hundur um gerið. En í dag gerðist það að þegar við riðum frá húsinu eftir stíg þar sem er komið mittishátt gras og illgresi á báðar hendur, skaust héri allt í einu inn á stíginn og undir klárinn. Það var eins og við manninn mælt... loftköst og stungur... og kallinn vissi ekki fyrr en hann "hissa" lá á jörðinni. Hafði ekki góðan ballans eftir að ég reyf vinstri lærvöðvann fyrir nokkrum vikum, hann sveik mig núna. Eftir biltuna er ég svolítið stífur í öxlunum en annars bara fínn... "þetta lagast". Ég hef ekki oft flogið af baki. Líklega um 30 ár síðan það gerðist síðast, þetta heldur manni bara ungum. Saunan bjargar þessum stífleika í öxlunum... vona ég. Verra með hestinn, ég var á þriðja tíma að ná honum niður eftir sjokkið sem hann fékk. Byrjuðum inni í stýju svo í gerðið síðan í langan reiðtúr og loks unnum við í gerðinu þar til hann var alveg orðinn afslappaður, en þetta tók verulega á hann.
Allt getur gerst í skóginum, gott að þetta var ekki elgur sem ruddist inn á stíginn, já eða refur, villisvín, morhundur eða bambi. Minni líkur á að það hefði komið björn eða úlfur en þó alls ekki útilokað.
Svona er lífið í Sundom í dag.

2 Ummæli:

  • Þann 6:45 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    hehe æj æj pabbi minn, vona að þú farir þér ekki að voða.
    Ég leyfi mér að hlæja því ég geri ráð fyrir að þú ætlist til þess að það sé gert því þú segir svo skemmtilega frá :)

    Hlakka til að sjá ykkur eftir "nokkra" daga :)

    knús til allra
    Sandra

     
  • Þann 8:49 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    úff já vonum að saunan bjargi þessu nú :)
    Tek undir með Söndru að maður þarf nú alltaf að passa sig samt...en svona er víst lífið í Sundom í dag :)

    En vesalings hesturinn - gott að hann er í góðum höndum :)

    kossar til allra heim :*

    ykkar Solla

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim