Hestaat
Í frábæru veðri í gær fór ég með Varmalandsfólkinu að færa hross á milli hólfa. Það var 12 til 15° hiti og logn. Fórum fram á Skarðsá og sóttum folaldsmerarnar en skildum eftir eldra ótamið, geldar merar og Faxa hennar mömmu. Sá gamli heldur enþá að hann sé stóðhestur og leiðir hópinn. 13 hross eru þá á Skarðsá en veturgömlu trippin og folaldsmerarnar í heimahögum á Varmalandi. Það er svo hressandi að standa í þessum hestasnúningum.
Nú er aðeins vika þangað til ég fer heim til Finnlands. Til Adams, til Önnu og besta vinar míns, minnar kæru Petru. Flytjum inn í nýja húsið okkar sem Petra borgaði í gær með aðstoð Ålandsbanka. Já, já við kaupum algerlega óhikað í miðri kreppunni. Allt tryggt í € enda þær gjaldmiðill Finnlands. Finnland virðist standa mjög sterkt í þessari heimskreppu. Örugglega vegna þess að þar eru leikreglur sem farið er eftir og stofnarir ríkisins grípa og hafa gripið óhikað inní ef einhverjir ætla að svegja leikreglurnar eftir sínum geðþótta. Það er nefnilega miklu betra að dæma leikinn meðan á honum stendur en að reyna að redda honum eftirá.
Nýja heimilisfangið okkar er: Sundomvägen 86, 65410 Vasa, Finnland
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim