Stefán Sturla Sigurjónsson

17 september 2008

Staðarétt

Um síðustu helgi fór ég í hrossaréttir. Mamma og Jói komu norður með Tótu og Birgir, eða kannski var það öfugt... Það var réttað í Staðarétt. Þangað fórum við að sækja hrossin frá Miðsitjuhestum. Þau fara á fjallið frá Varmalandi í Sæmundarhlið. Hara, veturgömul móálótt undan Ísold og Vita, kom feit og falleg af fjalli. Hún er síðasta folald Ísoldar því hún var feld sl. haust. Ísold var unda Vissu og Hrafni frá Holtsmúla. Þegar ég var yngri en ég er nú og bjó í móðurhúsum í Ferjubakkanum, fékk ég oft að fara á bak Vissu. Hún var mikil uppáhalds meri hjá Jóa. Viti er undan stóðhestinum Keili, sem var undan Kröflu en hún er í raun upphafsmeri að ræktuninni í Miðsitju sem nú heitir Miðsitjuhestar. Þannig sameinast þessa tvær kjarnorku merar Vissa og Krafla í Höru. Nú eigum við fjölskyldan sem sagt hlut í Höru, sem vonandi verður okkur farsæl. Á sunnudeginum rákum við Geiri á Varmalandi folaldsmerarnar frá Miðsitjuhestum í réttina á Skarðsá. Fallegur hópur.

3 Ummæli:

  • Þann 11:11 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Ég hefði viljað vera þarna með ykkur... :)
    Sandra

     
  • Þann 12:20 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Kemur í Laufskálaréttina...

     
  • Þann 9:09 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Já hefði verið gaman að vera með ykkur :) Sjáumst um helgina.

    Kv, Solla

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim