Stefán Sturla Sigurjónsson

04 október 2008

Hver stelur frá hverjum?

Stundum held ég að ég sé hálviti... stundum held ég að hinir séu hálvitar... og stundum held ég að hinir halda að ég sé hálviti. Ef þú skilur hvað ég meina.
Fyrir nokkrum árum kannski fjórum voru allir hvítflibba svartklæddu jakkafatakrakkarnir í bönkunum komnir með skotleifi á Íbúðarlánasjóð. Hann var gamaldags og ríkið átti ekki að standa í bankalánaviðskiptum... manstu eftir þessu? Og svo byrjaði helförin... 100% lán til íbúðarkaupa. Rosa hugmynda- og fjármálafræði frá bandaríkum norður Ameríku. Þarf ekki að eyða orðum á þessi fræði sem nú eru búin að draga þjóð sína í hina hliðina og þá sem aðhilltust þessi fræði með sér. Sem sagt svartklæddu jakkafatakrakkarnir komust upp með þetta á Íslandi. Enginn spyrnti við og þeir sem voru svo óheppnir að vera á ferðinni fyrir utan þessar spreðandi fjármálastofnanir þegar jakkafataklæddu krakkarnir tróðu seðlum í vasa allra þeirra sem nálguðust, sitja nú uppi með fáránlegar verðtryggðar greislur úr körfu erlendra lána með hækkandi vöxtum og stöðugt hækkandi höfuðstól.
En stöldrum nú aðeins við... Það er nefnilega þannig að fjármálastofnanir gera engum greiða... ENGUM! Þær eiga að skila hámarks arði til hluthafa sinna. Það var vitað frá fyrsta degi að megni af þeim sem tóku þessi lán... þessi 100% lán áttu engan séns á að greiða þau til baka... færu á hausinn. Það var hins vegar allt í lagi fyrir fjármálastofnanirnar því spekingarnir höfðu reikna út að flestir mundu reyna að standa í skilum... og það gæti þau í 3-6 ár. Nógu lengi til að borga grunn kostnað (sem var tilbúin hækkun á íbúðarverði). Síðan tæki bankinn eignirnar til baka (þá lækkaði íbúðarverðið) bankinn selur eignirnar aftur með GÓÐUM lánum með gríðarlegum hagnaði. Reiknað var með að innan 3-4 ára yrðu bankarnir stærstu fasteignasalar landsins. Þetta vissu þeir sem vita vildu. Pólitíkusarnir gripu ekki inní, hugmyndafræðin kom frá bandaríkjum norður Ameríki og hlaut að virka. Víða erlendis voru sett lög á banka um hversu há lán mátti veita til íbúðarkaupa. Til að stoppa þessa vitleysu, þar var engin trú á þessa nýju speki (og sumir segja jafnvel mannvonsku græðginnar). Þær þjóðir eru ekki að fara á hliðina núna. En getur verið að ríkisvaldið hafi einmitt vitað og áttað sig á hvert stefndi? Ég hef grun um það. Sennilega er skellurinn þó mun stærri en þeir leikarar sem reka Austurvallaleikhúsið gerðu sér grein fyrir. Samt sem áður leika þeir leikinn í botn og innleysa gjaldfallinn bankann. Þá vælir Kjóinn. Bankann sem arðrændi hinn auðtrúa launamann. Kanski rangt að segja bankann, því allir bankar tóku þátt í leiknum, utan Íbúðarlánasjóðu. Það kæmi mér ekki á óvart að fleiri fjármálastofnanir eigi eftir að fara að minnstakosti á hliðina. Ein af gullkistunum sem sjóræningjarnir fylltu af gulli og gersemum fáfróðra launamanna – sem streðuðu fyrir smérinu og hangilærinu og urðu aldrei varir við neinn uppgang – er nú komin í hendur greifans í kastalanum við Austurvöll. Vona bara að Hrói höttur þurfi nú ekki að sækja gullið svo það komist aftur í réttar hendur.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim