Stefán Sturla Sigurjónsson

29 september 2008

Finnlandsmarkaður.

Nú hefur krónan fallið og fallið. Hugsa að fólk sem áhuga hefur á Ísl. hestinum fatti það ekki alveg. T.d. kostar góður fjölskylduhestur á Íslandi ca. 400 þúsund krónur. Fyrir tveimur árum var gengið 84 kr. á móti evrunni. Nú er gengið 142 krónur. Sem þíðir nærri helmings munur á verði hestsins í evrum. Fyrir fjórum árum hefði hesturinn kostað 4.761 evru en kostar í dag 2.817 evrur. Í dag fór flugvél til Svíþjóðar og með henni var allur útflutningskostnaður 1.110 evrur pr. hest (gelding, merar, folöld). Þannig að verðið á 400 þúsund króna hesti til Finnlands er ca. 3.300 evrur með flutningi frá Svíþjóð til Finnlands. Verðið á þessum hesti í Finnlandi er 5000 til 8000 evrur. Það er raunverulegt. Við Petra erum að eignast góða aðstöðu í Vasa í Finnlandi. Viltu vera með?

2 Ummæli:

  • Þann 4:08 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    snilldar mynd :)
    Jájá ég skal alveg vera með :)

    Þín Solla

     
  • Þann 6:54 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Þetta er Sikill. Hesturinn þeirra Adams og Önnu.
    Þú mátt alveg vera með... en áttu einhvern pening??? :-)
    Pabbsen

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim