Stefán Sturla Sigurjónsson

24 september 2008

Sorglegt

Sorglegt... þetta er svo ótrúlega sorglegt. Hvað gerist í höfðinu á fólki sem gengur inn í skóla og byrjar að skjóta á fólk? Getur verið að við sjáum stundum viðbjóðinn betur hjá nágrönnum en í eigin ranni? Mér dettur þetta í hug þegar ég hugsa um dópsalana á skólalóðum. Þeir drepa hægt, en örugglega. Handrukkarar sem vaða uppi með grimd. Dómsmálaráðherra sem hefur enga lausn aðra en koma af stað innbyrgðisilldeilum hjá þéttu liði lögreglumanna á Íslandi. Sveltistefna yfirvalda til löggæslustarfa á eftir að koma okkur í koll. Ísland er ekki einangrað, ekki hreint og alls ekki án ógeðslegs ofbeldis. Þess vegna þarf að efla löggæslu og gera lögreglunni kleift að vera sýnileg, virk og stöðugt á tánum. Ég vona að það komi aldrei til þess að það verði flaggað í hálfa vegna fjöldamorða í íslenskum skóla en gleymum því ekki að það hefur marg oft verið flaggað í hálfa vegna dópsölumanna á skólalóðum.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim