Viðvörun
Hvað sögðu nú aftur trukkabílstjórarnir í vor... "Það verður að gera eitthvað" ef ég man rétt. Þeir gagnrýndu stjórnmálamenn fyrir að gera ekki neitt í því hrikalega ástandi sem var að skapast í þjóðfélaginu. Skilaboðin frá forsætisráðaherra þá, voru að þeir ættu ekki að skipta sér að því sem þeim kæmi ekki við og höfðu ekki vit á. Annað hefur nú komið á daginn... eða hvað finns þér? Já það hefði kannski átt að hlusta frekar en að gera eins og dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason, að senda lögregluna á heimskan skrílinn með GAS, GAS, GAS kallinn sem átti að slökkva bálið. En það voru ekki trukkabílstjórarnir sem voru bálið. Heldur efnahagsaðstæður og græðgi. Mér finnst að þetta kenni okkur að einstaklingar eigi rétt á að mótmæla til að koma skilaboðum til þjóðkjörinna einstaklinga, ef þeir hlusta ekki á rök og viðvaranir. Hvernig í ósköpunum getur það gerst að þrátt fyrir að margir vissu hvert stefndi var ekki brugðist við á stjórnarheimilinu... hvernig gat það gerst að ekkert var gert fyrr en allt var komið á bólakaf? Í Finnlandi hafa þessi lög sem nú voru sett á Alþingi, verið síðastliðin 10 - 15 ár. Þar fá ekki bankar að valsa um og skuldsetja einstaklinga, hvað þá þjóðina umfram greiðslugetu. Lögin eru notuð og þau virka. Þess vegna er engin bankakreppa í Finnlandi. Stjórnmálamenn eiga að setja leikreglur áður en leikurinn hefst. Til þess eru þeir kostnir. Getur verið að kolröng skattalöggjöf í landinu hafi ýtt ungum ofurhugum og gráðugum glæframönnum á foraðið. Skattalöggjöf sem verðlaunar slíka einstaklinga en pínir hinn venjulega launamann. Þetta er falleinkun kapítalismanns og sönnun þess að félagsleg hugmyndafræði jafnaðarmanna, skapar stöðuleika og jöfnuð einstaklinganna. Það þarf jafnaðarfólk á Alþingi sem hefur þor, þekkingu og getu til að stjórna, ekki farþega sem grípa til aðgerða þegar allt er komið í þrot og mikla sig svo af því hversu frakkir þeir séu. Það þar stjórnmálamenn á Alþingi og fagfólk í stofnanir ríkisins. Ekki þverhausa.
2 Ummæli:
Þann 3:08 f.h. , Nafnlaus sagði...
Vantar ekki bara Framsóknarflokkinn aftur í stjórn??? ;o)
Er þinn flokkur ekki í stjórn núna? Voru þið ekki búin að bíða eftir að komast í sandkassann?
Kveðja
Ingó
Þann 1:18 e.h. , Nafnlaus sagði...
Oh kæri Ingó, velkominn heim í sandkassann. Jú, jú. Mitt lið fer með endurreysn efnahagslífsins eftir fáránlegar ákvarðanir Framsóknar og Sjálfstæðis undanfainna ára.
Kveðja til fjölskyldunnar
Stefán Stula
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim