Stefán Sturla Sigurjónsson

08 október 2008

Gríðarlegt öskufall

Hann er harður þessi heimur og enn harðari eru náttúruöflin. Hins vegar get ég ekki sagt að mannanna verk séu náttúruöfl þótt þau séu mörg hörð og sum grimm og ómanneskjuleg, stundum ónáttúruleg. Hamfarir ganga yfir og eftir þær þarf alltaf að hreinsa til og byggja upp. Oft frá grunni. Íslenska þjóðin hefur oft lent í hremmingum flestar af völdum náttúrunnar. Þetta gos sem nú spýtir ösku um allan heiminn, á upptök sín í Bandaríkjunum. Því miður eru vindarnir þannig að litla eyjan í norðurhöfum er illa varin fyrir þessari ösku, þessari vindátt. Samt sem áður er ekki víst að askan keyri okkur í kaf. Og þegar aftur rofar til notum við öskuna í uppfyllingu með góðra vina hjálp.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim