Amma seigðu mér...
Sælt veri fólkið.
Í gær var frumsýning á Pétri Pan í Bifröst á Sauðárkróki. Ég er bara ánægður með útkomuna. Leikarar, allir stóðu sig með miklum ágætum. Solla mín kom með Haffa kallinn sinn norður á frumsýningu en Sandran var að leika á Höfn. Hún er að syngja í Bítlashowinu sem svo sannarlega er að slá í gegn á hótelinu. Fullt á allar sýningar og rosa gangur hjá þeim. Eggert bró kom ásamt Hönnu Dísu frá Akureyri svo ég var umsetinn fjölskyldumeðlimum og vinum, sem er frábært. En þessi dagur 18. október 2008 er ekki bara sérstakur fyrir mig vegna frumsýningarinnar. Hann er afmælisdagur hennar ömmu minnar Sesselju Jóhannsdóttur sem hefði orðið 90 ára.
Nú er ég á leið til Finnlands. Verð kominn í faðm fjölskyldunnar annað kvöld. Svo tekur fjörið við að flytja inn í nýja húsið í Sundom og skila af sér leiguíbúðinni í Vasa fyrir mánaðarmót.
2 Ummæli:
Þann 5:07 e.h. , Nafnlaus sagði...
Elsku pabbi, tilhamingju með frumsýninguna. :)
þín Sandra
Þann 2:40 f.h. , Nafnlaus sagði...
Takk heimsljósið mitt.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim