Stefán Sturla Sigurjónsson

23 febrúar 2011

hrossarækt hjá Kringeland

Í dag er að styttast í heimferð. Búinn að vera í Noregi við hrossatamningar og þjálfun í mánuð á búgarðinum Kringeland. Þar ræður ríkjum Inge Kringeland sem hefur stundað hrossarækt sl. 15 ár. Hér er línan að mestu ættuð frá Miðsitju. Árangurinn í ræktuninni er held ég eins dæmi. Sl. tvö ár hafa hrossin hans staðið í efstu sætum kynbótahrossa í öllum aldursflokkum hér í Noregi. Það eru því ákaflega spennandi og skemmtileg hross sem ég er að vinna með. Það eru hins vegar ár, fleiri en eitt og fleiri en tvö síðan ég hætti að keppa á hrossum og ætla mér ekki að byrja á því aftur... ekki íþróttakeppni... en get alveg hugsað mér að sýna kynbótahross, hver veit. Tveir af öflugustu stóðhestum Noregs, Sævar 7v. undan Keili frá Miðsitju og Spori 5v. undan Skorra frá Blönduósi eru í eigu Kringeland. Þessir hestar eru nú hjá Stian Pedersen, margföldum meistara í hestaíþróttum, verðlaunahafa í gæðingakeppnum og sýnt mikinn fjölda af topp kynbótahrossum. Ég vænti þess að þessir meistarar, Sævar, Spori og Stina láti að sér kveða í sumar. Svo eru öll hin hrossin...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim