Stefán Sturla Sigurjónsson

18 ágúst 2010

Verið alltaf kærlega velkomin

Hversdagurinn er nú indislegur. Ég er svo feginn að vera meðalmaður og smáborgari... Allt á að vera í föstum skorðum... EÐA svona hérumbil allt. Skólinn byrjaður, svo það er komin rútína á mannskapinn eftir frí sumarsins. Ósköp þægilegt að sumarið haldi samt áfram, meina að það er heitt um 18 til 24 stiga hiti. Svo er eitt heilræði fyrir þá sem þola illa mýflugnabit og óværuna sem oft leitar á óvana hér úti í útlöndum um ásumarið... Komiði snemma á vorin eða í ágúst í heimsókn. Nú fer í hönd einn fallegasti tími ársins. Þegar laufin fara að skiptalitum og náttúran verður ein litasinfónía. Verið alltaf kærlega velkomin.

1 Ummæli:

  • Þann 3:17 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    á meðan allt er að komast aftur í fastar skorður hjá ykkur, er allt "í lausu lofti" hjá mér haha :)
    Já get rétt svo ímyndað mér hversu fallegt er hjá ykkur núna.
    Kossar á englana mína, stóru skólasystkini mín :D

    knúsar
    þín Solla

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim