Stefán Sturla Sigurjónsson

08 júlí 2010

blóm, stígar og krass...

Auðvitað gerist alltaf eitthvað skemmtilegt, já og líka drama á hverjum degi hjá okkur. Nú er tími útiveru og þá er ekki setið við að blogga. Fótbolti og sund hjá Adam og Önnu, og ekki gleyma HM. Slá allan grasfötinn sem er allt of stór... þarf að gera eitthvað í því. T.d. leggja göngustíga og gera blómabeð og eitthvað svo það þurfi ekki að slá svona mikið á sumrin. Hesarnir svolítið þungir í svona miklum hita. Þannig að reiðtúrarnir eru afslappaði og kannski ekki svo langir.
Maður er í smá sjokki eftir að hafa fengið fréttirnar af henni Sollu minni. Það er alltaf hrikalegt að lenda í bílslysi. Jafnvel þó meiðslin séu minniháttar þá er það sálin sem verður oftast fyrir mesta sjokkinu. Og Haffi kallinn kominn yfir þrítugt og þarf að passa sig á hjólunum, brekkunum og holunum... eins og dæminn sanna nú þegar kallinn liggur brotinn eftir eina biltuna. Elsku bestu mín vona að þið jafnið ykkur fljótt og vel.

1 Ummæli:

  • Þann 3:30 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Takk pabbi minn :)

    Vona að þið njótið ykkar í botn með Söndru hjá ykkur....æðislegar nýju myndirnar líka :D

    kossar
    Ykkar Solla

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim