Stefán Sturla Sigurjónsson

24 janúar 2009

Tíminn er svo dæmalaust afstæður

Daníel vinur og skólabróðir Adams var hjá okkur í nótt. Indislegt að sjá hvernig vinátta eflist og breytist eftir því sem börnin verða eldri. Æsku vináttan er sterk og er ómetanleg þeim sem eiga eina svoleiðis. Ég á einn vin sem ég ber mikinn kærleika til. Sá heiti Guðmundur Þorkell Þórðarson og býr í Svíþjóð. Kallinn varð 50 ára í gær. Ég man okkar fyrsta fund í gamla skólanum við sundhöllina, Austurbæjarskóla. Ég sat í tíma, einhversstaðar framarlega og Gummi kom seint, mig minnir í miðjan tíma. Hann gekk rakleitt að kennaraborðinu og talaðir við kennarann sem vísaði honum til sætis. Í næstu frímínútum æxlaðist það þannig að við fórum að tala saman og urðum samlokur eftir það. Ég hef oft hugsað um hve forlögin eru skrítin því svo fluttir Gummi í Ferjubakkan þar sem ég bjó fyrir. Þetta allt gerðist fyrir svo ótrúlega stuttu síðan. Tíminn er svo afstæður.
Glókollur þú hefur og munt alltaf fylgja mér, kæri vinur til hamingju með daginn.

1 Ummæli:

  • Þann 5:48 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Stefán Sturla, æ vinur og ætíð kæri! Ég man með þér og þær minningar eru sem og með meitli gerðar! Ávallt líflegar og gefandi og öllum til ánægju og yndisauka! Ástarkveðjur til þín og þinna! Gefðu Petru koss! og vittu vinur að ég er ykkur nærri en skuggi ykkar...
    Þetta er enn blessunarríkt líf og vegna þeirra sem nærri eru! Ég skil og að þú lifir vel og sért vitanlega hamingjusamur Vinur! Í samhug efldir og eljusamir við erum!
    Fjalir leikhúsins troða við munum og njóta þeirra hlutverka sem lotti okkar og ber. Guðm.

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim