Þetta kemur stjórmálum ekki við.
Fáum stöðum annarsstaðar í heiminum en á Íslandi nýta stjórnmálamenn veikindi sín eða ættingja sinna sér til framdráttar. Kalla á meðaumkunn og frið. Gera sína persónu æðri pólitískum málefnum og þörfum þjóðarinnar. Ef sagan er skoðuð skilur fólk hvað ég á við. Því víðast hvar í hinum vestræna heimi fara veikir stjórnmálamenn frá án sérstakra skýringa, treysta heilbryggðu fólki betur. Persónulega líf þeirra er þeirra einkalíf og kemur stjórnmálum lítið við. Þetta er það sem þeir sjálfir, pólitíkusarnir hamra á. Geir Hilmar Haarde hefur sjálfur talað um þetta undanfarnar vikur. Nú hins vegar passar að draga einkalífið inn í pólitískar ákvarðanir. Báðir formennirnir eiga umsvifalaust að víkja. Þau eru ófær um að taka á málum, fár sjúk. Almenningur skilur það. Af hverju ekki þau?
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim