Stefán Sturla Sigurjónsson

01 janúar 2009

Áramótin hjá okkur

Áramótin voru indisleg hjá okkur. Vorum eins og áður, hér í Finnlandi, hjá vinum okkar í Malax. Þetta árið sáu konurnar um matreiðsluna en feðurnir um börnin. Við fórum fyrri part kvöldsins (seinni part dags) í sleðabrekku að renna. Þegar heim var komið var saunan orðin heit. Þar sat maður og drakk fyrstu bjórana, fórum síðan út á verönd í 6 stiga frostið og svo aftur inn í sauna, kalda sturtu og þá var maður orðinn klár fyrir kvöldið. Maturinn náttúrulega æðislegur hjá konunum. Eftir átið klukkan hálf níu settust síðan allir fyrir framan sjónvarpið til að horfa á hinn árlega skemmtiþátt "Greifynjan og þjónninn". Þetta er ekki áramótaskaup, heldur sami 13 mínútna skemmtiþátturinn ár eftir ár, sem aðeins er síndur á gamlárskvöl. Snild, alger snild og ég hlæ alltaf. Síðan fórum við Adam að sprengja svolítið að íslenskum sið. Ýmsir fjölskylduleikir og heimatilbúin skemmtiatriði voru svo á boðstólnum framundir miðnætti. Þá voru náttúrulega áramótin sprengd í tætlur af okkur Adam. Kallinn keyrði heim... þessi bjórdrykkja í saunanu kl. 17 um kvöldið hafði ekki áhrif á að ég var allsgáður klukkan þrjú um nóttina.
Kæru vinir og vandamenn, við sendum ykkur ástar kveðjur og von um kærleiksríkt ár 2009.

1 Ummæli:

  • Þann 3:16 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Gleðilegt nýtt ár allirsaman :)
    sakna ykkar...
    Solla

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim