Jólatré og jólasnjór
Í gær fórum við til Molpe til að ná í jólatré. Við klæddum okkur í kuldagallanna og svo var farið í skógarferð. Sumstaðar er skógurinn "gamall", þar eru engin tré til að höggva fyrir stofuna. Nei það þarf að fara um skóginn þar sem "yngri" tré vaxa. Sterkari og fallegri tré vaxa við opin svæði, sem eru ekki mörg, alltso opin svæði. Við fórum því í sumarbústaðinn okkar og þar. Við ströndina var fallegt tré, þétt með stóru þéttu barri (eða á maður að segja með stórum þéttum börrum?). Gott að við fórum í gær því þá var rauð jörð. Í morgun þegar við vöknuðum hafði jólasnjórinn fallið. 10 cm. jafnfallinn snjór og allt eins og á jólakorti. Svolítið frost og logn. Vonandi helst þetta veður fram yfir jól.
Erum smá saman að kynnast gula húsinu okkar í Sundom. Hvernig á að skreyta, hvar á jólatréð að standa o.s.fr.
Erum smá saman að kynnast gula húsinu okkar í Sundom. Hvernig á að skreyta, hvar á jólatréð að standa o.s.fr.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim