Anna Alina er 6 ára í dag.
Það var haustið 2002 sem við Petra áttum von á okkar öðru barni. Við vorum líka að gefa út Spurningaspilið Ísland og það gekk mikið á. Fullt af hnútum sem þurfti að leysa. Ég sá um íslensku hnútana og Petra um þá erlendu. Þetta gekk allt ágætlega. Í lok nóvember fór allt í baklás í prentsmiðjunni í Englandi. Þeir neituðu að senda gámana frá sér nema við greiddum þeim vaskinn. Þótt þeir viðurkenndu seinna að þetta voru mistök þá var það aldeilis ekki svo í hasarnum að ná gámunum heim fyrir 1. des. Með hjálp Sigfúsar deildarstjóra hjá Landsbankanum á Laugarvegi tókst þetta og Petra var algerlega búinn. Anna Alina fæddist 5. desembar mánuði fyrir tímann. Kraftmikil var hún og hefur alltaf verið. Petra sagði á meðgöngunni "þetta barn á eftir að hlaupa á eftir Adam og kalla bíddu eftir mér". Og það hefur algerlega staðist. Hún hleypur allt sem hún fer, hefur ekki tíma til að ganga. Hún er einstaklega kraftmikil og indæl stelpa, sem finnst gott að sofa í hálsakotinu hans pabba. Fyrir nokkrum vikum, þegar við bjuggum enþá á Skolhusgatan í Vasa festist lyftan milli hæða og við Anna lokuðumst inni. Henni var að sjálfsögðu ekki sama. Þarna þurftum við að bíða í rúman hálftíma og þetta ljós kjökraði í miðri sögu sem ég var að segja henni "pabbi minn, ég vissi alltaf að ég mundi deyja ung".
Gullinstjarnan mín er sex ára í dag. Elsku besta Anna mín, aldurinn er óræður. Hver er ungur og hver er gamall? Þú átt eftir að eiga marga, marga afmælisdaga. Hjartanlega til hamingju með daginn gullinsjarnan mín.
2 Ummæli:
Þann 2:46 e.h. , Nafnlaus sagði...
Til hamingju með daginn elsku litla prinsessan mín. Mér finnst svo stutt síðan hún var svona lítli með risastór augu...
Knús til ykkar allra
Sandra
Þann 8:38 e.h. , Nafnlaus sagði...
Já jiii litla prinsessan með stóru augun :) Verður samt alltaf litla prinsessan okkar, sama hversu "stór" hún verður :)
Kærar kveðjur og láttu þér batna.
Ykkar Solla
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim