Stefán Sturla Sigurjónsson

03 desember 2008

Siðblindir valdapólitíkusar

Valdhroki og siðblinda stjórnmálamanna virðist engin takmörk sett. Að lesa umsagnir foristumanna ríkisstjórnar Íslands um niðurstöður Galup á fylgi rísisstjórnarinnar er ótrúleg. Að nokkur manneskja skuli geta komist að þeirri niðurstöðu sem Geir Hilmar og Ingibjörg Sólrún komast að, er hreint með eindæmum. Það er augljóst að þau trúa því að einhver annar en þau beri ábyrgð á að efnhagslífið sé gjörsamlega hrunið, að margar, margar fjölskyldur eru búnar að tapa öllu sínu og því miður held ég að það sé satt sem hagfræðingar segja, það versta er eftir hvað skuldir fjölskyldna og fyrirtækja varðar. Nú eru þeir ríkir sem áttu ekki neitt og gátu ekki skuldsett sig í þessu svokallaða góðæri. GÓÐÆRIÐ var því miður bara tilbúningur, trúarbrögð, nokkurra stjórnmálamanna. Markaðsetningin virkaði "ef þú talar nógu hátt og mikið þá trúir fólk". Góðærið var "feik" bankastofnanna sem nú hafa étið upp sparifé, ævilaun og oft meira en það, flestra íslendinga. Þessu hefur Sjálfstæðisflokkurinn fyrst og fremst stjórnað sl. 16 ár. Nýtt Ísland, ný hugsun í stjórnmálum, ný hugsun um vald, um land, um siðferði og um stjórnun, verður ekki meðan siðblindir valdapólitíkusar eru við völd á Íslandi.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim