Líðskrumarar þola ekki líðræði!
Líðræði felst í því að nokkrir einstaklingar eru kostnir af þjóð eða öllu heldur þeim einstaklingum þjóðar sem hafa náð kostningaaldri, til að taka ákvarðanir í þágu þjóðarinnar. Líðræði er hins vegar alltof oft skrumskælt eftir kostningar af þeim sem kosnir hafa verið. Aðalega vegna þess að þá telja þeir kostnu sig hafa óskorað vald til hverra þeirra aðgerða sem þeim dettur í hug. Það er hins vegar ekki svo. Þetta telst valdníðsla. Tíminn á eftir að leiða í ljós að þeir einstaklingar sem nú skrumskæla líðræðið á Íslandi eiga eftir að verða dæmdir af gerðum sínum. Því það koma alltaf nýjir valdhafar. Ég tel að þeir sem nú eru við völd séu að vinna sér tíma til að koma gögnum undan sem sanna þeirra vanhæfni og valdníðslu sem ég er viss um að þola ekki dagsljósið. Það á að dæma menn, og dæma þá hart sem níðast á líðræðinu, níðast á valdi og vilja fólksins. Ég skora á alla Íslendinga hvar sem er í heiminum, að taka þátt í mótmælunum gegn ráðherrum og ríkisstjórninni á Íslandi, með skrifum eða með því að mæta á útifundi. Það er líðræði, það hefur áhrif. Það er rétt sem Stefán Eiríksson lögreglustjóri sagði; löggan á að passa að fólk geti tjáð skoðanir sínar. Heyr, heyr en töpum ekki glórunni eins og Geir og Ingibjörg.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim