Stefán Sturla Sigurjónsson

10 nóvember 2008

Frábær törn...

Vignir vinur minn var í Vasa sl. daga. Við tókum þétta vinnutörn að undirbúningi uppsetningarinnar á "Bláa hnettinum", eða "Villibörnin á bláa hnettinum" eins og leikritið heitir á finnsku. Hann kom og kynnti teikningar af leikmyndinn og hugmyndina af útliti barnanna, sem við unnum í haust á Íslandi. Þetta kom hann með í gormaðri möppu og á "stikki". Satt best að segja held ég að liðið í Vaasa kaupunginteatteri hafi aldrei séð svona vel undirbúinn leikmynda– og búningateiknara, þetta löngu fyrir uppsetninguna. Það voru því allir glaðir með Vigni og þann undirbúning sem við erum búnir að vinna. Æfingar byrja síðan um miðjan febrúar og frumsýning þann 18. apríl. Þá er bara að panta flugmiða og mæta á svæðið. Þessi frumsýning er upphafið að magnaðri íslenskri menningarhátíð sem haldin verður dagana 18. til 25. apríl.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim