Nýir tímar
Stend í flutningum og þrifum. Þá hefst nýtt tímabil á nýjum stað. Öllu þessu fylgir amstur og smá stress, svona rétt á meðan þetta er að ganga yfir. Maður fer yfir hlutina sína, pakkar þeim niður. Kveður gamla staðinn, gamla munstrið, heimilið sem var. Svo tekur við hið nýja. Koma hlutunum fyrir svo vel fari, nýtt líf í nýju húsi. Ég hef velt því fyrir mér hvernig maður væri í stakk búinn að takast á við raunveruleikann á Íslandi. Ég kemst ekki að neinni niðurstöðu, þori ekki að kafa djúpt í málið. En ég held að raunveruleikinn væri ansi dökkur. Fyrir rúmum tveimur árum fluttum við til Finnlands. Við vorum ekki að stressa okkur við að taka ákvörðun um hvar við ætluðum að búa í framtíðinni. Leigðum litla íbúð í miðbæ Vasa. Hugur beggja leitaði til Íslands en tækifærin og fjárhagslegt öryggi virtist vera í Finnlandi. Eftir stöðugt hækkandi gengi krónunnar á þessu ári og síðan fall hagkerfisins og kapitalismans á Íslandi var ákvörðunin auðveld. Meðan sömu stjórnendur eru við völd og komu hagkerfinu á hausinn (lesist Sjálfstæðisflokkurinn) er ekki von á að skinsamlegar ákvarðanir verði teknar á stjórnarheimilinu og vonlaust að koma sér fyrir á Íslandi. Man enginn lengur að það var Geir nokkur Haarde sem var fjármálaráðherra og varaformaður XD fyrir sex árum. Þá á þeim tíma færði hann nokkrum gæðingum flokksins, ásamt gegnum spiltum einræðisherra landsins (lesist Davíð en ekki Amin), ríkisfyrirtæki á silfurfati. Án nokkurra leikreglna um hvernig ætti að fara með og reka fyrirtækin, eins og tíðkast þó í öllum siðmenntuðum löndum. "Þeir sem græða verða líka að taka skellin þegar illa gengur"... hvað bull er þetta? Þeir sem eiga fyrirtækin taka lang, lang, lang minnsta skellinn. Í fyrstalagi er það starfsfólkið sem tekur miklu meiri skell þegar illa fer í rekstri fyrirtækja, síðan eru það skattgreiðendur sem þurfa að standa straum af kostnaði við fallítt fyrirtæki og loks þjónustu og söluaðlilar sem renna með í svaðið. Hvernig í ósköpunum stendur á því að sömu menn og hönnuðu þetta kapitalistiska kerfi sem nú hefur fallið á Íslandi, eru og fá að stjórna björgunaraðgerðum þjóðarinnar. Hvað er að fólkinu í landinu? Fyrst þessir siðleysingjar fatta ekki sjálfir að þeirra tími er runninn, hví grípur þá enginn fram fyrir hendurnar á þeim og kemur þeim frá? Allar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar hafa verið rangar, eða sorgleg mistök. Allt ferlið er að koma í ljós. Á hverjum degi koma nýjar upplýsingar um afglöpin. Farþegarnir í bíl seðlabankastjóra (á frægri mynd sem byrtist í fjölmiðlum) eru undir þrælshæl vargsins og einræðisherrans grimma. Og hinn ótrúlega veiki og illaskipulagði flokkur Samfylkingarinnar þvælist einhvern vegin ráðlaus með. Foj, foj, foj... Jafnaðarmennskan og hið virka eftirlit stofnana hafa bjargað Svíum og Finnum frá því að falla í djúpan dal í þessari heimskreppu. Þó svo að það séu flokkar sem eru hægramegin við miðu stjórnmála landanna við völd eru þeir lengra til vinstri en Samfylkingin. Þar er jafnaðarfólk í hugsun og gjörðum. Enginn fær að valta yfir náungann á skítugum skónum í nafni kapitalismans og taki svo bara "skellinn" ef illa fer. Nei þannig virkar þetta ekki til framtíðar. Þannig virkar þetta ekki í raunveruleikanum frekar en hugleiðingar Karls Max um komonistiskt hagkerfi. Þeir stjórnmálamenn sem bulla og missa niðurum sig eru látnir fara í þróuðum þjóðfélögum. Þeim er ekki treyst fyrir stjórnun björgunaraðgerða. Lenda jafnvel í fangelsum fyrir afglöp í starfi.
1 Ummæli:
Þann 12:34 e.h. , Nafnlaus sagði...
Já sæll, snilldar penni er svo sammála þér með þessi skrípi (lesist Dabbi og Geir)
En við hér á 101 Sauðárkrókur erum víkingar og látum þessar helvítis rottur (lesist aftur Dabbi og Geir) ekki buga okkur en þeir þurfa bráðum að kafa djúpt því við erum að spá í að grafa þá í öllum snjónum og það er sko nóg til af honum og selja þá svo til Rússlands fyrir rúblur og evrur já eða taka allt kaupið þeir síðustu mánuði og þá verðum við sko ríkasta og stórasra landið.
Kveðja frá 101 Sauðárkrókur
Lulla
pS Pétur Pan gengur annars bara vel.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim