Gýr hornös kapteinn á Ísnesinu ÍS 101
Kapteinar þjóðaskútna á norðurhveli jarðarinnar sigldu í höfn í Bjarmalandi nánar tiltekið í Helsingi nýlega. Í upphafi var hinn sjálfumglaði Gýr hornös kapteinn á Ísnesinu ÍS 101, sem þekktur er fyrir vandræðalegar söngskemmtanir sínar, með einleikstónleika og syngstar skemmtun fyrir blaðasnápa og fréttamossara. Hann söng þeim óðinn um afhverju Ísnesið ÍS 101 lægi á hliðinni á strandstað og hann þyrfti hjálp. Enn væri verið að reina að koma áhöfninni í land. Augljóst væri þó að flestir hefðu verið í koju, sagði hann, þegar Ísnesið strandaði og flestir af þeim sem bjargað yrði væru einungis á naríunum. Gýr hornös fékk mikið lof og flestir töluðu um hetjulega framgöngu hans og háværar raddir voru um að senda sameginlegt og öflugt björgunarlið norður í Íshaf og bjarga Ísnesinu. En þá gól einn ungur og sprækur kapteinn "Afhverju strandaði Ísnesið?" Hinir fóru að velta þessu fyrir sér og kom þá í ljós að allt liðið um borð hafi verið á hvínandi skallanum, ælandi og spúandi af ofáti, drykkju og lagst undir rómverska fallöxi líkt og Nero gerði forðum. Búið að gera Asna að fjárm... ég meina vélstjóra, geðsjúkling, sem nýlega hafði komið úr höfuðaðgerð þar sem fundist hafði heili við æxlið, að seðl... kokki og Gýr sjálfur að skála í koníak blandað í kók í ímyndaðri útrásarorustu, þar sem hann taldi sig vera að vinna lönd, líkt og víkingarnir forðum. Við þessar upplýsingar var Gýr hornös ekki virtur viðlits og sat þegjandi í skammakróknum eins og illa skammaður hundsrakki það sem eftir var landlegunnar í Bjarmalandi. Hinir kapteinarnir virtu hann ekki viðlits, nema kannski einn sem spurði; "hvort hann hafi nokkuð verið svo fullur? Kannski hann mundi senda einn hriplekann björgunarbát sem þeir væru hvort sem er hættir að nota." Seinna hélt hinn sjálfumglaði Gýr á strandstað og gól mikla ræðu upp í vindinn, þar sem innihaldið var "þetta reddast". Naríuklædd áhöfn Ísnessins húkti með hundshaus í norðan garranum, nagandi hundakex, hummaði og muldraði eitthvað ofaní bringuna, sparkaði í þúfu og trúði eða trúði ekki að Gýrinn reddaði þessu, bara af því að hann hafði alltaf stjórna.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim