Til hamingju með daginn Solla mín
Mín kæra Sólveig kom í heiminn þennan dag fyrir 23 árum. Þetta kríli sem hún var, aðeins fjórar merkur og gat sofið þversum í skókassa. Já hún kom löngu, löngu fyrir tímann. En varð strax ótrúlega öflug og er enn. Það var kannski engin tilviljun að hún ólst upp í Álfatúninu. Eins og aðrir álfar þá hefur hún alltaf staðið á sínu, ekki látið neinn valta yfir sig svo stundum þykir manni alveg nóg um... Hún hefur alltaf verið listhneigð og lærði í 10 ár á filðu sem ég vona að hún dragi fram og fari að gefa sér tíma til að rokka á. Það kom mér hins vegar mikið á óvart þegar hún féll fyrir hönnun og saumaskap. Þar fann hún sig algerlega og plummar sig vel í skólanum. Hún fer þangað sem hún ætlar sér í því námi, "ég veit það"! Ég held það hafi verið frábært að alast upp í dalnum, göngustígur í skólann, búðina, strætó já einskonar sveit í borg. Á efri hæðinni bjó önnur Sólveig. Þær nöfnur eru jafn gamlar og brölluð margt saman. Eitt sinn um vor eða sumar var tiltektardagur á lóðinni og þær vinkonur líklega fimm ára. Síminn hringdi (ekki búið að finna upp GSM þá), það var hlaupið inn og upp tröppur til að ná símanum áður en hann hringdi út. Þetta var oft mikið kapphlaup. Þá höfðu þær stöllur laumað sér í sjoppuna með KORT að kaupa nammi. Afgreiðslunni þótti þær heldur ungar að vera komnar með kort... það sem meira var þá var þetta skólakort (ef ég man rétt). Af hverju þær gerðu þetta sagði Solla mín að allir væri búnir að vera svo duglegir að þær ákváðu að kaupa nammi fyrir liðið. Öðru sinni, sennilega á sína fyrsta skólaári, kom hún seint heim úr skólanum. Hafði tafist við skólagarðana. Krakkarnir voru ekki búin að taka upp allar kartöflurnar. Hún fyllti skólatöskuna af moldugum kartöflum og bar björg í bú... stolt. Hún hugsar vel um sína... vill stundum hafa svolítið með ákvarðanir þeirra að gera... en er fyrst og fremst indislegur vinur og dóttir.
Elsku besta Sólveig hjartanlega til hamingju með daginn frá okkur öllum í Sundom - Finnlandi
1 Ummæli:
Þann 1:37 e.h. , Nafnlaus sagði...
1000 þakkir elskurnar mínar :) hehe já ég man sko vel eftir þessu, og á þeim tíma virkuðu þetta mjög skynsamlegar ákvarðanir hehe :)
Kossar til allra.
Ykkar Solla
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim