Það eru aðeins tvær leiðir.
Tók í haust saman hvað það kostaði okkur að kaupa íbúðina í Drápuhlíð árið 1999. Kaupverðið var 10.9 milljónir. Hvað við greiddum í afborganir og vexti til ársins 2006 þegar við seldum og hvað höfuðstóll lánanna þ.e. eftirstöðvar lána voru háar og hve mörg ár voru eftir til að greiða lánin upp.
Svona leit raunveruleikinn út í lok september 2008 þegar við vorum að kaupa í Sundom í Finnlandi.
Við greiddum að meðaltali um 1.2 milljónir í afborganir og vexti af lánum á ári í sjö og hálft ár. Það gera 9 milljónir. Við áttum um 18 ár eftir til að greiða upp lánin. Höfuðstóllinn fór hækkandi þannig að sýnt var á þeim tíma að afborganir mundu ekki lækka. Við seldum og fluttum til Finnlands.
Hvað hefði gerst ef við hins vegar heðum flutt til Finnlands árið 1999 og keypt eign þar fyrir sömu upphæð og greitt 1.2 milljónir í afborganir á ári? Í Finnlandi er engin verðtrygging á lán, frekar en annarstaðar í heiminum nema á Íslandi. Vextir á þessu tímabili, þ.e. 1999 til 2006 voru ca. að meðaltali 4,2% í Finnlandi.
Miðað við sömu forsendur að við hefðum borgað 1.2 milljónir ísl. krónur –og þá geri ég ráð fyrir genginu eins og það var á þessum tíma– hefðum við átt eftir um eitt ár í afborganir og síðan átt eignina í Finnlandi. Við hefðum átt íbúðina árið 2008 skuldlausa.
Þetta er raunveruleiki, ekkert bankaplat eða útúrsnúningur valdagráðugra pólitíkusa á Íslandi.
Hvernig er hægt að byggja upp samfélag á þessu hrikalega óréttlæti. Hvernig getur ungt fólk hafið lífið með því að eiga enga von á að geta greitt upp lánin. Hvað með þá sem taka síðan við... lánunum? Og það sem er enn undarlegra. Hvers vegna láta Íslendingar bjóða sér þetta. Við erum ekki svo djöfull slöpp í reikningi eða hvað?
Það eru tvær leiðir útúr þessu ástandi. Bylting eða flýja landið.
2 Ummæli:
Þann 7:27 e.h. , Nafnlaus sagði...
Lifi byltingin!
-solla
p.s.
vona að prinsessunni batni fyrir stóra daginn á morgun :)
Kossar til allra og knús.
Þann 3:14 e.h. , Nafnlaus sagði...
Velkominn til raunveruleikans:-)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim