Stefán Sturla Sigurjónsson

09 desember 2008

Laufabrauð fyrir jólin.

Á sunnudaginn var ég í skype sambandi við Pétur vin minn sem oftar. Heima hjá honum var hópur vina og ættingja að baka laufabrauð. Þau sendu mér uppskriftina sem byrtist hér:
500 gr. hveiti,
20 gr. sykur,
1 tesk. lyftiduft,
ein lítil teskeið salt (ekki mikið),
3 1/2 dl mjólk,
40 gr. smjörlíki,
ein tsk kúmen (ef þú vilt hafa það í),

Sjóða mjólkin smjörlíkið og kúmenið saman og setja þurrefnin í hrærivél og hella mjólkinni og því út í og hnoða. Fletja síðan út mjög í mjög þunnar kökur og skera út í þær og steykja síðan í feiti, svo er það bara að borða þær.



Adam og Anna voru bæði heima í dag. Adam með magakveisu og Anna ekki en búin að ná sér af veikindum síðustu daga. Við réðumst á uppskriftina og höfðum laufabrauðsdag í nýja kotinu okkar í Sundom. Nú eigum við stafla af laufabrauðum fyrir næstu jól. En ég á eftir að redda hangikjötinu. Þarf að biðja einhvern velkviljaðan ættingja eða vin á Íslandi að senda okkur bita (getur náttúrulega verið sama manneskjan, eða þannig).

3 Ummæli:

  • Þann 9:26 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    lang lang lang lang sætustu systkini mín :) ekki gott að allir eru veikir :( og anna elskan ætlar bara ekki að ná þessu úr sér! Sendi ykkur góða strauma frá landi íssins.

    Jah kannski maður fari bara líka í laufabrauðsgerð! Ég er búin að baka 2 sortir af smákökum... já fór að baka en ekki á barinn eins og petra hélt hehehehehe..hefði nú verið skemmtilegt lika samt :)

    Bestu kveðjur og 1000 kossar

    ykkar Solla og sæfarinn :D

     
  • Þann 8:00 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Solla og sæfarinn... flott, næstum ljórænt.
    ER búinn að baka eina smákökusort, hálfmána. ætla að bæta við kleinum fyrir jólin.
    Kveðja pabbi og pelikaninn (þú veist hann er flottasti fuglinn).

     
  • Þann 2:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Hehe, ég er ekkert búin að baka í kotinu mínu á Höfn nema þá kannski laufabrauð... Hornfirðingar virðast "baka" lafabrauð þó svo ég hafi alltaf haldið að maður "steikti" laufabrauð ;)

    Knús til ykkar allra
    Sandra og.... jáhh Sandra ;)

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim