Stefán Sturla Sigurjónsson

13 desember 2008

Jólaundirbúningur.

Við erum nú bara að undirbúa jólin. Það ættu flestir að gera um þessar mundir. Búinn að baka eina smáköku sort, laufabrauð og kleinur. Svo eru það jólaskemmtanirnar í skólunum. Hjá Adam var skemmtunin í morgun og svo var haldið uppá afmælið hennar Önnu loksins í dag. Það var mikið fjör. Framundan er að skrifa jólakort, ráfa um búðir í leit að jólagjöfum, senda jólagjafir til Íslands, undirbúa jólamatinn og allt þetta sem kemur manni í gott og afslappað jólaskap. Gott að búa í landi þar sem ríkisstjórnin er ekki að gefa manni tugprósenta hækkanir á öllu, svona skemmtilega í jólaundirbúningsgjöf, eins og íslenska ríkisstjórnin hamast við að gera þessa dagana. Hér lækkar bensínið, bankavextirnir og skuldirnar...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim