Fyrirsögn vikunnar kemur frá menntamálaráðherra Íslands
"Erfiðasta ár ævi minnar".
Reyndar á ég ekki til orð yfir hvað þetta lið sem setti "Los klakos" á hausinn gengur laust (eins og Stormskerið kallar eyjuna í Atlandshafi svo skemmtilega). Allstaðar í siðmenntuðum heimi eru þjófar fangelsaðir, til að geta ekki komið undan gögnum og síðan dæmdir fyrir brot sín. Á "Los klakos" fá þeir góðan tíma til að koma undan öllu sem skiptir máli svo eru þeir ráðnir sem ráðgjafar með aðsetur á í bönkum og öðrum þægilegum stöðum. Því nú á ekki að dæma menn. Nú á að sameina þjóðina. Ég vissi ekki að hún væri sundruð. Spilling og valdnýðsla eru lögbrot. Veðsetning landans án samþykkis kallast einfaldlega skjalafals. Hvers vegna er ekki búið að taka niðurum nokkra þjófana og rassskella þá? Er það vegna þess að ríkisstjórnin er svo svakalega innmúruð að það þolir ekki dagsljósið? Það þarf þjóðarátak í að koma þessu liði frá og þá meina ég öllu þessu liði. Hreinsa til í stofnunum ríkisins og koma að menntuðu fólki í embætti. Setja af dómara hæstaréttar og alla þá sem fengið hafa störf út á flokksskýrteini. Burt með skrílinn. Ég og ég trúi margir fleiri vilja fagfólk í stað flokksfólks í æðstu stöður og embætti. Það er nefnilega mikill munur á fagfólki og flokksfólki. Grundvallar munur.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim