Stefán Sturla Sigurjónsson

26 desember 2008

Vitlaus leið fallinnar hugmyndafræði...

Get bara ekki skilið ríkisstjórn Íslands. Þeir pólitísku þverhausar sem ráða þar ríkjum hafa enn einu sinni gengið of langt. Fyrr í mánuðinum var ekki hægt að hækka skatta á þá ríku með því að auka skattlagningu á fjármagnstekjur. Hins vegar er hægt að skattleggja fársjúk börn, hækka og leggja á gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu og hækkun skatta er boðuð.
  • Þessi vernd hátekjufólks hlítur að vera röng.
  • Þessi vernd á fyrirtæki er sannarlega röng.
  • Þessi atlaga að sjúkratryggingarkerfinu er röng.
  • Þessi hugmyndafræði kapitalismanns er fallin.
  • Hvers vegna er ríkisstjórnin ekki farin frá?
  • Hvers vegna er ekki boðið til kosninga?
Pólitísk hugmyndafræði síðustu aldar er fallin. Nú þarf að hugsa allt kerfið upp á nýtt. Það gerðu Finnar fyrir 15 árum í mikill kreppu. Sú leið hefur skapað nýja Finnland, hið sósialdemókratiska Finnland.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim